Fyrir um 25 milljónun árum síðan urður breytingar á erfðamengi afkomanda manna og annarra mannapa sem urðu til þess að tegundirnar misstu skottið. Það var fyrst nýlega sem vísindamönnum tókst að finna stökkbreytta genið sem varð þess valdandi að svona mikil breyting varð á líkama okkar.
Í rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature, kemur fram að vísindamenn hafi fundið einstaka stökkbreytingu á DNA sem hafi valdið því að forfeður okkar misstu skottið. Þetta stökkbreytta gen er í geni sem heitir TBXT en vitað er að það skiptir máli varðandi leng skottsins hjá þeim dýrategundum sem eru með skott.
Rannsóknin á rætur að rekja til þess að aðalhöfundur hennar, Bo Xia, meiddist á rófubeininu og fékk þá áhuga á uppruna þess.
Live Science hefur eftir Itai Yanai, forstjóra vísindamála hjá Applied Bioinformatics Laboratories við NYU Langone Health, sem er meðal aðalhöfunda rannsóknarinnar að Bo sé sannkallaður snillingur því hann hafi rannsakað svolítið sem mörg þúsund manns hljóti að hafa skoðað áður en hann hafi séð svolítið sem enginn hafi séð áður.
Í rannsókninni komust vísindamenn að því að genið, sem gerir að dýr eru með skott, er til staðar í öpum en ekki mannöpum, sem eru til dæmis órangútanar og górillur og auðvitað við mennirnir.