Þegar tollverðir á Heathrow flugvellinum gegnumlýstu borðið fannst kókaínið.
Sky News segir að Brown, sem er 31 árs, hafi verið handtekinn í ágúst 2023 eftir að kókaínið fannst í borðinu. Sendingin var stíluð á heimili hans.
Verðmæti kókaínsins er sem nemur um 175 milljónum íslenskra króna.
Gögn úr farsíma Brown voru meðal lykilgagna í málinu og afgerandi við að fá hann dæmdan fyrir smyglið.