fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Íssölumaðurinn var sannkallað skrímsli – Ítrekuð kynferðisbrot

Pressan
Föstudaginn 8. mars 2024 22:00

John O´Flaherty. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íssölumaðurinn John O‘Flaherty, 67 ára, var og er sannkallað skrímsli. Hann réðst á barnungar stúlkur og konur og beitti kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldið átti sér meðal annars stað í ísbílnum sem hann ók.

Hann var nýlega dæmdur í fimm ára fangelsi, hið minnsta, áður en hann getur sótt um reynslulausn. Ef hann fær hana verður hann undir eftirliti yfirvalda það sem hann á eftir ólifað. Hann verður einnig settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn.

Sky News skýrir frá þessu og segir að afbrotaferill hans spanni frá 1980 til 1996 og hafi ofbeldisverkin verið framin á ýmsum stöðum í Edinborg í Skotlandi, þar á meðal í ísbílnum.

Fórnarlömbin voru á aldrinum 7 til 32 ára.

Í ákærunni á hendur O´Flaherty kom farm að hann hafi nauðgað einni konu þegar hún svaf og aðra hafi hann elt með samúræjasverð á lofti og hótað að drepa hana.

Fórnarlömb hans kærðu hann til skosku lögreglunnar árið 2018. Þá hófst rannsókn sem stóð í tvö ár. Hann var handtekinn í júní 2020.

Hann var sakfelldur í maí 2022 fyrir brotin en dómurinn var ekki kveðinn upp fyrr en í síðustu viku. Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að stúlkum og konum stafi mikil hætta af O´Flaherty. Hann hafði áður verið dæmdur í 13 ára fangelsi 2007 fyrir að hafa nauðgað tveimur stúlkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum