fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ríkasti maður Asíu eyddi fáránlegum peningum í lúxus-fyrirpartý fyrir brúðkaup sonarins – „Ég bara skil ekki þessar fjárhæðir“

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 11:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki óþekkt að foreldrar dragi upp veskið þegar afkvæmin ganga í það heilaga. Í raun er rík hefð fyrir því. Það ganga þó ekki allir foreldrar eins langt og einn ríkasti maður Asíu, Mukesh Ambani, en engu var til sparað í fyrirpartý sem hann hélt fyrir brúðkaup dóttur sinnar.

Mukesh er ríkasti maður Indlands og er metinn á um 16 billjónir, sem þýðir að hann er einnig meðal 10 ríkustu manna heimsins. Sonur hans, Antant, er að fara að gifta sig og um helgina var haldið fyrirpartý sem seint verður toppað. Þar kom saman rjóminn af ríka og fræga fólkinu, meðal annars frumkvöðlarnir ríku Mark Zuckerberg og Bill Gates. Ivanka Trump, dóttir Donald Trump, lét sig heldur ekki vanta sem og helstu stjörnurnar úr Bollywood.

Skemmtiatriðin voru ekki að verri endanum. Þar tróð tónlistarkonan Rihanna upp og mun hafa fengið tæpar 900 milljónir greiddar fyrir vikið, enda um tónleika í fullri lengd að ræða þar sem Rihanna flutti 16 lög. Eftir tónleikana mátti svo sjá Rihönnu meðal gesta að dansa af sér skóna fram á rauða nótt.

DailyMail metur það svo að allt í allt hafi herlegheitin kostað rúmlega 21 milljarð, og athugið að þessi tala á aðeins við um þetta fyrirpartý. Eftir stendur brúðkaupið sem verður að öllum líkindum veglegra.

Ekki eru allir lukkulegir með þennan íburð. Gleðskapurinn fór fram í Indlandi og umhverfis veislusalinn búa margir við mikla fátækt. Einn þeirra er Usman Ali sem sagði í samtali við DailyMail aðhann þéni 700 krónur á dag með því að selja te. „Ég heyrði um þetta brúðkaupspartý og hversu miklu var eytt í það. En ég bara skil ekki þessar fjárhæðir sem er talað um því þetta er bara veruleiki sem er svo fjarri mér. Ég get ekki einu sinni sagt 21 milljarður, hvað þá hugsað um slíka fjárhæð.“

Aðrir hafa þó stigið auðmanninum til varna og bent á að þetta séu hans peningar og hann hljóti að ráða því hvað hann geri við þá. Til að varpa ljósi á auðæfi Mukesh má til dæmis nefna að hann á heilt fjölbýlishús. Það telur 27 hæðir og má þar finna þrjá þyrlupalla, bílakjallara fyrir 160 bíla, einkakvikmyndahús, sundlaug og líkamsrækt. Húsið er metið á rúmlega 140 milljarða. Þegar dóttir Mukesh gifti sig var líka hent í heljarinnar veislu þar sem stórstjarnan Beyoncé kom fram og meðal gesta voru Hillary Clinton og stjórnmálamaðurinn John Kerry svo dæmi séu tekin.

Brúðkaupið sjálft fer svo ekki fram fyrr en í júlí enda stendur yfir vinna við að reisa heilt hof til að hýsa herlegheitin. Hofið verður í kjölfarið opið almenningi. Mukesh lét þó ekki samfélagið mæta afgangi heldur hélt sameiginlega kvöldverð fyrir rúmlega 50 þúsund íbúa þorpsins á miðvikudaginn.

Rétt er að taka fram að það er rík hefð fyrir stórum brúðkaupum í Indlandi. Þar er gjarnan um margra daga veisluhöld að ræða og jafnvel í brúðkaupum sem teljast ekki íburðarmikil geta gestir verið fleiri hundruð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“