fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þetta er ávöxturinn sem gerir þig glaða(n)

Pressan
Laugardaginn 2. mars 2024 18:30

Ávextir og grænmeti eru sannkölluð hollusta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnst þér veturinn vera dimmur og dapurlegur? Ef svo er, þá er kannski ekki úr vegi að prófa að fara út í búð og kíkja í ávaxtadeildina.

Ástæðan er að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar nýsjálenskra vísindamanna, sem hefur verið birt í vísindaritinu British Journal of Nutrition, þá getur kíví gert þig glaða(n).

Ástæðan er að ávöxturinn inniheldur mikið af C-vítamíni en vísindamenn hafa lengi bent á að það geti bætt skapið. En það kom vísindamönnunum á óvart hversu hratt það virkar á skapið að borða kíví.

Í rannsókninni var þátttakendunum skipt upp í þrjá hópa. Eftir aðeins fjóra daga var greinilegur munur á skapi þátttakendanna eftir því hvort þeir borðuðu tvö kíví daglega eða ekki.

En sá galli er á gjöf Njarðar að áhrifin eru frekar skammvinn því áhrifin ná hámarki eftir 14 til 16 daga.

Ef þú ert ekki svo hrifin(n) af kíví, þá er hægt að fá C-vítamín úr öðrum ávöxtum og grænmeti sem falur kannski betur að bragðlaukum þínum. Þar má nefna sítrusávexti, ber, tómata og blómkál. Ekki liggur þó fyrir hvort sömu áhrif náist með neyslu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum