fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Pressan

Hvetja gesti dýragarðs til að hætta að henda klinki í krókódílabúrið – Fjarlægðu 70 stykki úr maga sjaldgæfs krókódíls

Pressan
Laugardaginn 2. mars 2024 15:30

Thibodaux. Mynd:Omaha's Henry Doorly Zoo and Aquarium

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir dýragarðsins Henry Doorly Zoo and Aquarium í Nebraska í Bandaríkjunum eru hvattir til að hætta að henda klinki inn í búr og gryfjur dýranna. Þetta er gert í kjölfar þess að 70 myntir voru nýlega fjarlægðar úr maga sjaldgæfs krókódíls.

Thibodaux, 36 ára krókódíll, varð að fara í bráðaaðgerð eftir að í ljós kom að tugir mynta voru í maga hans.

Thibodaux er mjög sjaldgæfur því hann er með sjúkdóm sem gerir að verkum að hann er hvítur og með blá augu.

Myntirnar sáust þegar rútínuskoðun var gerð á öllum 10 krókódílum dýragarðsins. Þegar í ljós kom að mynt var í maga Thibodaux var brugðist hratt við og hann lagður undir hnífinn til að hægt væri að fjarlægja myntina áður en hún myndi valda vandræðum.

Thibudaux náði sér fljótt eftir aðgerðina.

Nú eru gestir dýragarðsins hvattir til að henda ekki mynt í dýragarðinum og er þeim þess í stað bent á að þeir geta breytt mynt í minjagrip í þar til gerðum vélum sem eru víða um dýragarðinn. Einnig er hægt að setja myntina í óskabrunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ísraelar brjálaðir: „Það verða afleiðingar“ – Segja hryðjuverk borga sig

Ísraelar brjálaðir: „Það verða afleiðingar“ – Segja hryðjuverk borga sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eitt mest smitandi kórónuveiruafbrigðið breiðist út

Eitt mest smitandi kórónuveiruafbrigðið breiðist út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndu að komast upp með „Glæp aldarinnar“ fyrir 100 árum – Einföld mistök komu upp um þá 

Reyndu að komast upp með „Glæp aldarinnar“ fyrir 100 árum – Einföld mistök komu upp um þá 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir