Sky News segir að mörg þúsund manns hafi verið viðstaddir aftökuna sem voru skotnir til bana af ættingjum manns sem voru stungnir til bana.
Hæstiréttur Talíbana komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir, Syed Jamal og Gul Khan, hafi borið ábyrgð á dauða tveggja manna sem voru stungnir til bana. Ekki liggur þó fyrir hvort þeir stungu mennina sjálfir til bana.
Mannfjöldi safnaðist saman við Ali Lala íþróttaleikvanginn í borginni Ghazni á fimmtudaginn til að fylgjast með aftökunni. Trúarleiðtogar biðluðu til ættingja fórnarlambanna að fyrirgefa Jamal og Khan.
Það bar ekki árangur og voru þeir skotnir til bana af ættingjum fórnarlambanna.
Talsmaður hæstaréttar sagði að mennirnir hafi snúið baki í þá sem skutu þá.
Frá því að Talíbanar komust aftur til valda 2021 hafa tveir aðrir verið teknir af lífi opinberlega.