Live Science segir að besta útkoman í greiningunni hafi verið í Norður-Ameríku, Evrópu, Japan, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Í þessum ríkjum voru lífslíkur kvenna 77,17 ár árið 1990 en karlar gátu búist við að lifa í 72,23 ár. 2010 voru lífslíkur kvenna komnar í 83,10 ár og karla 78,37 ár. Hafði munurinn á milli kynjanna því minnkað örlítið, um 0,2 ár.
David Atance, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að munurinn fari minnkandi vegna þess að lífslíkur karla aukist hraðar en kvenna.
Vísindamennirnir spá því að 2030 verði meðallífslíkur kvenna 86,54 ár og karla 83,13 ár.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PLOS One. Gögnin, sem vísindamennirnir notuðu, komu frá mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna.