fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

eBay þarf að greiða 410 milljónir vegna ofsókna gegn hjónum einum

Pressan
Sunnudaginn 28. janúar 2024 09:00

Það er margt til sölu á eBay.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netrisinn eBay þarf að greiða 3 milljónir dollara, sem svarar til um 410 milljóna íslenskra króna, í sekt vegna ofsókna starfsfólks fyrirtækisins gegn hjónum einum.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að fórnarlömbin hafi gengið í „gegnum hreint helvíti“ vegna aðgerða starfsfólksins en þær áttu að þagga niður í fólkinu og vernda vörumerki eBay.

Hjónunum voru sendar lifandi köngulær og kakkalakkar auk fleiri hluta. Þetta var gert í kjölfar þess að þau birtu grein á Internetinu 2019 þar sem þau gagnrýndu eBay.

eBay féllst á að greiða sektina en þetta er hámarkssekt vegna þeirra brota sem fyrirtækið var ákært fyrir. Það var ákært fyrir að njósna um hjónin á ferðum þess á milli ríkja Bandaríkjanna, að hafa fylgst með notkun þeirra á fjarskiptatækjum, fyrir að spilla sönnunargögnum og fyrir að hindra réttvísina. eBay gerði sátt við dómsmálaráðuneytið í málinu og var dómur því ekki kveðinn upp.

Auk sektarinnar mun óháð eftirlitsnefnd fylgjast náið með fyrirtækinu næstu þrjú árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu