Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að fórnarlömbin hafi gengið í „gegnum hreint helvíti“ vegna aðgerða starfsfólksins en þær áttu að þagga niður í fólkinu og vernda vörumerki eBay.
Hjónunum voru sendar lifandi köngulær og kakkalakkar auk fleiri hluta. Þetta var gert í kjölfar þess að þau birtu grein á Internetinu 2019 þar sem þau gagnrýndu eBay.
eBay féllst á að greiða sektina en þetta er hámarkssekt vegna þeirra brota sem fyrirtækið var ákært fyrir. Það var ákært fyrir að njósna um hjónin á ferðum þess á milli ríkja Bandaríkjanna, að hafa fylgst með notkun þeirra á fjarskiptatækjum, fyrir að spilla sönnunargögnum og fyrir að hindra réttvísina. eBay gerði sátt við dómsmálaráðuneytið í málinu og var dómur því ekki kveðinn upp.
Auk sektarinnar mun óháð eftirlitsnefnd fylgjast náið með fyrirtækinu næstu þrjú árin.