fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Mögnuð uppgötvun nærri Jerúsalem – Aðeins nokkrar hafa fundist

Pressan
Laugardaginn 27. janúar 2024 09:30

Umrædd mynt. Mynd:Emil Aladjem, Israel Antiquities Authority

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fundu ísraelskir fornleifafræðingar brota silfurmynt þegar þeir voru við uppgröft á svæði suðvestan við Jerúsalem. Þar stendur til að breikka veg og því var hafist handa við uppgröft þar. Myntin er 2.500 ára gömul og ein af örfáum sem hafa fundist frá þessum tíma.

Fornleifafræðingar segja að myntin sé sjaldgæf sönnun fyrir því að mynt hafi verið notuð í hinni fornu Júdeu.

Myndin var gerð á sjöttu eða fimmtu öld fyrir Krist en þá fóru Persar með völd á svæðinu. Áður hafa aðeins nokkrar myntir frá þessum tíma fundist.

Umrædd mynt var vísvitandi skorin í tvennt, líklega svo hægt væri að nota helmingana sem þyngdar sinnar virði í silfri.

Live Science segir að í tilkynningu frá ísraelskum fornmunayfirvöldum sé haft eftir Robert Kool, myntsérfræðingi, að myntin hafi verið slegin fljótlega eftir að byrjað var að nota mynt.

Svæðið, þar sem myntin fannst, var strjálbýlt svæði í hinu forna konungsríki Júdeu. Höfuðborgin var Jerúsalem. Líklega settist fólk að á svæðinu á sjöundu öld fyrir Krist.

Fornleifafræðingar fundu einnig leifarnar af „fjögurra herbergja húsi“ en slík hús voru algeng á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad