fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hvenær á maður að hætta áfengisneyslu?

Pressan
Laugardaginn 27. janúar 2024 16:30

Það er betra að fara varlega í áfengisneyslu. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alkóhól er ekkert annað en eyðileggjandi efni fyrir heilann. Þetta segir sérfræðingur einn sem leggur til að fólk hætti algjörlega að neyta áfengis þegar það nær ákveðnum aldri.

Margir byrja nýja árið með því að hætta að drekka áfengi, að minnsta kosti um hríð. Ástæðan er kannski að áfengisneyslan var óvenjulega mikil í jólamánuðinum, nú eða þá ósk um að taka upp hollari lífshætti.

Að minnsta kosti er það ekki slæmt fyrir líkamann og heilann að sleppa áfengisneyslu í heilan mánuð.

En miðað við það sem Richard Restak, taugalæknir og prófessor, segir í bókinni „Svona kemur þú í veg fyrir elliglöp“ þá eykur áfengisneysla líkurnar á að fólk þrói með sér elliglöp, sérstaklega ef það drekkur bjór. Dagbladet skýrir frá þessu.

Bjór, sem oft er talin félagslegt smurningsmeðal, er ekkert annað en eitur fyrir taugarnar segir Restak. Þar á hann við að taugaeitur sé efni sem veldur skaða á, eyðileggur eða dregur úr virkni taugakerfisins.

Í samtali við The Guardian sagðist hann hvetja fólk til að hætta áfengisneyslu algjörlega þegar það nær 65 ára aldri. Þá séu færri taugafrumur í heilanum en á yngri árum og það sé ekkert vit að stefna þeim í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu