fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Á morgun verður Kenneth tekinn aftur af lífi

Pressan
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 07:30

Kenneth Smith lifði af aftöku í bandarísku fangelsi í nóvember 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins tveir Bandaríkjamenn hafa lifað eigin aftöku af. Annar þeirra er Kenneth Smith en á morgun verður hann væntanlega tekinn af lífi í annað sinn. Að þessu sinni verður köfnunarefni notað til að gera út af við hann.

Það eru ekki margir sem geta skýrt frá hvaða hugsanir sækja á síðustu mínúturnar fyrir aftöku. Er það kvíði, ótti eða kannski tilfinning um að losna loksins frá þessu öllu?

Kenneth Smith er annar tveggja núlifandi Bandaríkjamanna sem geta sagt frá þessu því í nóvember 2022 lifði hann aftöku af.

En á morgun rennur hans hinsta stund væntanlega upp því til stendur að taka hann af lífi.

Í samtali við The Guardian skýrði Smith, sem er 58 ára, frá því hvernig tilfinning það er að vera komið fyrir á „dauðaganginum“ í tengslum við það sem bíður hans, dauða.

Hann skýrði einnig frá því hvernig upplifun það er þegar banvæn sprautan klikkar og í staðinn fyrir að loka augunum og deyja, getur maður opnað þau aftur til þess eins að vera fluttur aftur í klefann sinn.

Í nóvember 2022 kvaddi hann móður sína og barnabarn og borðaði síðustu máltíðina sína. Því næst var hann færður inn í aftökuherbergið. Við tóku fjórar klukkustundir þar sem starfsfólk fangelsisins reyndi að finna nothæfa æð til að dæla banvænni eiturblöndu í hann, en án árangurs.

Hann sagðist muna að hafa „öskrað af sársauka“ og að hafa í kjölfar þessarar misheppnuðu aftöku glímt við áfallastreituröskun, kvíða, svefnleysi og þunglyndi.

Smith hefur setið á dauðaganginum í 35 ár en hann var dæmdur fyrir aðild að morði á konu árið 1988. Hann og samstarfsmaður hans fengu 1.000 dollara hvor fyrir að drepa konuna svo eiginmaður hennar, sem var prestur, og átti í ástarsambandi við aðra konu gæti fengið líftryggingu hennar greidda.

Til stendur að nota köfnunarefni við aftökuna og verður Smith sá fyrsti sem verður tekin af lífi með þeirri aðferð í Alabama. Gríma verður sett á hann þar sem köfnunarefni verður dælt inn í stað súrefnis. Hann mun síðan missa meðvitund og deyja.

Það er löglegt að nota köfnunarefni við aftökur í þremur ríkjum Bandaríkjanna en aðferðinni hefur samt sem áður aldrei verið beitt.

Stuðningsfólk aðferðarinnar segir hana vera sársaukalaus en andstæðingar segja þetta ekkert annað en tilraunir á fólki. Þeir óttast einnig afleiðingarnar ef gríman situr til dæmis ekki nægilega þétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu