fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Bróðir Jeffrey Epstein varpar fram kenningu um dauða hans

Pressan
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 10:30

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Epstein, bróðir milljarðamæringsins og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein, vill að ný rannsókn fari fram á dauða bróður síns.

Jeffrey fannst látinn í fangaklefa sínum í Metropolitan-fangelsinu í New York í ágúst 2019. Opinber dánarorsök hans var sjálfsvíg, en ýmsum kenningum hefur verið varpað fram um að eitthvað annað hafi átt sér stað í fangaklefanum sem leiddi til dauða kaupsýslumannsins.

Embætti yfireftirlitsaðila hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu komst að þeirri niðurstöðu í sumar að mistök starfsmanna hefðu orðið til þess að Epstein, sem talinn var í sjálfsvígshættu, tókst að svipta sig lífi. Þannig hafi fangaverðir ekki kannað ástand hans með reglubundnum hætti eins og þeim bar að gera.

Mark Epstein hefur sett spurningarmerki við þetta og veltir hann því upp að samfangi bróður hans hafi mögulega drepið hann – kannski að skipun annars fanga.

„Ef þú skoðar öll sönnunargögnin, krufningarskýrsluna, myndir af líkinu – þú myndir aldrei komast að þeirri niðurstöðu að um sjálfsvíg hefði verið að ræða,“ segir hann í viðtali við Guardian.

Bent hefur verið á það að myndavél sem beint var að fangaklefa auðmannsins hafi ekki verið á upptöku og tveir fangaverðir sem áttu að gæta hans stóðu ekki upp frá skrifborði sínu tímunum saman. Þá segir Mark að dyr inni í fangaálmunni hafi verið opnar og fangar getað gengið á milli svæða.

„Spurningin er þessi: Hver lét drepa hann?“

Mark segir að Jeffrey hafi búið yfir upplýsingum um valdamikið fólk, þar á meðal frambjóðendur í bandarísku forsetakosningunum 2016. Dauða hans megi því að líkindum rekja til þeirra viðkvæmu upplýsinga sem hann bjó yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum