Dóttir konunnar sagði frá þessu á Reddit og birti myndir máli sínu til stuðnings.
Dóttirin segir að móðir hennar hafi komið að verið búin að vefja gervilimnum inn í handklæði sem hún kom svo með til hennar. Spurði móðirin hana hvernig henni dytti í hug að setja kynlífsleikfang í uppþvottavélina af öllum stöðum.
Dóttirin segir að móðir hennar hafi verið heldur vandræðaleg þegar hún sagði henni skýringuna á þessu. Það sem hún hélt að væri gervilimur var það alls ekki heldur vatnsbrúsi sem heita vatnið í uppþvottavélinni hafði farið heldur illa með.