fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Afi ætlaði að biðja nágrannana í Dubai að lækka í græjunum – Á yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir húsbrot

Pressan
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 15:30

Breski afinn Ian MacKeller er í vanda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur afi á yfir höfði sér fangelsisvist í Dubai eftir að hafa beðið nágranna um að skrúfa niður í hljómflutningstækjum sínum svo að barnabarn hans gæti sofið. Ian MacKeller, sem er 75 ára gamall, flaug til Sameinuðu arabísku furstadæmanna yfir jólin til þess að aðstoða dóttur sína sem hafði nýlega flutt til landsins ásamt ungri dóttur sinni. Ætlaði MacKeller að hafa augun með barnabarni sínu á meðan dóttir hans kæmi sér af stað í nýrri vinnu.

Um áramótin blés nágranni hins vegar til veislu og var hávær tónlist sett í gang. MacKeller hafði áhyggjur af því að dóttir hans þurfti að mæta til vinnu snemma daginn eftir og sendi skilaboð á nágrannann um að vinsamlegast hafa það í huga og draga úr hávaðanum. Viðbrögðin voru hins vegar þau að græjurnar voru hækkaðar enn meira.

Í kjölfarið fór MacKeller yfir að húsi nágrannans með barnabarn sitt í fanginu og knúði dyra í veislunni. Engin svaraði en MacKeller sá gesti úti í garð hússins og gekk þangað inn til að ræða málin.

Þar lenti hann í hávaða rifrildi við nágrannann og segir sjálfur að gestir samkvæmisins hafi ýtt honum harkalega. Þá hafi gestgjafinn hellt úr drykk sínum yfir afann og barnið.

Það kom honum síðan í opna skjöldu þegar nágranninn kærði hann til lögreglu fyrir húsbrot. Kæran hefur haft þær afleiðingar að MacKeller, sem áætlaði heimför 10. janúar, má ekki yfirgefa landið og verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm.

Í viðtali við Daily Mail segir lögfræðingur MacKeller að það sé viðtekin venja í Dubai að fólk reyni að vera fyrri til að leggja fram kæru ef það hefur áhyggjur af því að vera kært sjálft. Dómskerfið standi iðulega með þeim sem kæri fyrst og þeir sem þekkja til kerfisins misnota það með þessum hætti. Kæran valdi sérstaklega útlendingum oft miklum vandræðum, eins og í tilfelli MacKeller, og þeim lýkur iðulega með því að hinn ásakaði greiði umsamda upphæð gegn því að kæran verði dregin tilbaka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu