Í nýrri rannsókn kemur fram að rekja megi uppruna nútímamanna, Homo sapiens, til Afríku fyrir 300.000 árum en þegar þetta fólk fluttist norður á bóginn hitti það fyrir Neanderdalsmenn og tegundirnar mökuðust. Af þeim sökum er enn hægt að finna leifar af DNA úr Neanderdalsmönnum í sumum nútímamönnum.
Live Science segir að vísindamenn hafi borið fornt DNA saman við DNA úr nútímamönnum og hafi uppgötvað að mörg af genunum frá Neanderdalsmönnum geti haft áhrif á líkamsklukkuna og aukið líkurnar á að fólk vakni snemma á morgnana.
Neanderdalsmenn bjuggu hærra uppi en forfeður okkar sem fluttu frá Afríku, þeir lifðu fjær miðbaug en nútímamenn og því voru dagarnir lengri á sumrin og styttir á veturna.
Genið, sem gerir fólk að morgunhönum veldur því líklega að líkamsklukkan aðlagar sig hraðar að breytilegri dagsbirtu. Þetta gerði Neanderdalsmönnum kleift að nýta dagsbirtuna sem best til veiða.