fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Skelfileg örlög tveggja ára drengs

Pressan
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 08:06

Bronson var aðeins tveggja ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveggja ára drengur fannst látinn á heimili sínu í Sgegness í Lincolnshire á Englandi á dögunum. Talið er að pilturinn hafi dáið úr sulti eftir að faðir hans fékk hjartaáfall og lést.

Breska blaðið Daily Mail fjallar um þetta óhugnanlega mál á forsíðu sinni í dag.

Pilturinn, Bronson Battersby, fannst látinn á náttfötunum við hlið föður síns, Kenneth. Kenneth, sem var 60 ára, sást síðast á lífi á öðrum degi jóla og er hann talinn hafa látist af völdum hjartaáfalls eftir það en ekki liggur fyrir hvenær.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að starfsmaður félagsþjónustunnar hafi heimsótt heimili feðganna þann 2. Janúar síðastliðinn en enginn komið til dyra. Hafði starfsmaðurinn samband við lögreglu sem virðist ekki hafa brugðist við.

Þann 4. Janúar kom starfsmaður félagsþjónustunnar aftur og aftur kom enginn til dyra. Hafði starfsmaðurinn aftur samband við lögreglu. Það var svo ekki fyrr en þann 9. janúar að fegðarnir fundust látnir þegar starfsmaður félagsþjónustunnar fékk lykil hjá leigusala föðurins og fór inn.

Bronson var talinn vera í „viðkvæmri stöðu“ eins og það er orðað í umfjöllun Daily Mail og var hann undir eftirliti félagsmálayfirvalda á svæðinu. Móðir hans, Sarah Piesse, sá son sinn síðast fyrir jól eftir að hafa átt í deilum við barnsföður sinn, Kenneth.

Hún kveðst ósátt við félagsmálayfirvöld og telur að þau hefðu getað gert meira til að bjarga lífi sonar síns. „Ef þau hefðu sinnt sínu starfi væri Bronson enn á lífi,“ segir hún.

Sarah segir að rannsókn hafi leitt í ljós að Bronson hafi hreinlega dáið úr sulti. Segir hún að lögregla telji að Kenneth hafi látist ekki síðar en 29. desember. „Það þýðir að ef starfsmaður félagsþjónustunnar hefði lagt meira á sig til að komast inn þann 2. janúar þá Bronson á lífi.“

Samkvæmt upplýsingum félagsmálayfirvalda á svæðinu er málið til skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“