Breska blaðið Daily Mail fjallar um þetta óhugnanlega mál á forsíðu sinni í dag.
Pilturinn, Bronson Battersby, fannst látinn á náttfötunum við hlið föður síns, Kenneth. Kenneth, sem var 60 ára, sást síðast á lífi á öðrum degi jóla og er hann talinn hafa látist af völdum hjartaáfalls eftir það en ekki liggur fyrir hvenær.
Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að starfsmaður félagsþjónustunnar hafi heimsótt heimili feðganna þann 2. Janúar síðastliðinn en enginn komið til dyra. Hafði starfsmaðurinn samband við lögreglu sem virðist ekki hafa brugðist við.
Þann 4. Janúar kom starfsmaður félagsþjónustunnar aftur og aftur kom enginn til dyra. Hafði starfsmaðurinn aftur samband við lögreglu. Það var svo ekki fyrr en þann 9. janúar að fegðarnir fundust látnir þegar starfsmaður félagsþjónustunnar fékk lykil hjá leigusala föðurins og fór inn.
Bronson var talinn vera í „viðkvæmri stöðu“ eins og það er orðað í umfjöllun Daily Mail og var hann undir eftirliti félagsmálayfirvalda á svæðinu. Móðir hans, Sarah Piesse, sá son sinn síðast fyrir jól eftir að hafa átt í deilum við barnsföður sinn, Kenneth.
Hún kveðst ósátt við félagsmálayfirvöld og telur að þau hefðu getað gert meira til að bjarga lífi sonar síns. „Ef þau hefðu sinnt sínu starfi væri Bronson enn á lífi,“ segir hún.
Sarah segir að rannsókn hafi leitt í ljós að Bronson hafi hreinlega dáið úr sulti. Segir hún að lögregla telji að Kenneth hafi látist ekki síðar en 29. desember. „Það þýðir að ef starfsmaður félagsþjónustunnar hefði lagt meira á sig til að komast inn þann 2. janúar þá Bronson á lífi.“
Samkvæmt upplýsingum félagsmálayfirvalda á svæðinu er málið til skoðunar.