fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þessi einfalda aðgerð hefði komið í veg fyrir dauða Díönu prinsessu

Pressan
Sunnudaginn 14. janúar 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Shepher, réttarmeinafræðingur, hefur framkvæmt 23.000 krufningar og veit því eitt og annað um dánarorsakir. Hann tók meðal annars þátt í mörgum krufningum í tengslum við hryðjuverkin í Bandaríkjunum í september 2001. Hann kom líka að rannsókn á andláti Díönu prinsessu sem lést í bílslysi í París 1997.

Andlát hennar var mörgum mikið áfall og fjöldi samsæriskenninga spratt upp eftir slysið. Shepherd kom  fram í sænsk/norska spjallþættium Skavlan fyrir nokkrum árum þar sem hann ræddi um starf sitt, þar á meðal um andlát Díönu.

„Það voru svo margar samsæriskenningar eftir andlát hennar að við neyddumst til að fara í gegnum allt málið á nýjan leik.“

Sagði hann. Hann var kallaður til starfa eftir að fyrsta rannsóknin hafði farið fram og útför Díönu hafði verið gerð. Lík hennar var ekki grafið upp vegna nýrrar rannsóknar, ekki þótti þörf á því.

Meðal þess sem Shepherd komst að var að ein einföld aðgerð hefði getað komið í veg fyrir dauða hennar, að hún hefði spennt öryggisbeltið.

„Þú verður að nota öryggisbelti. Það gerði Díana ekki.“

Sagði hann í þættinum.

Hann benti á að Díana og þeir þrír, sem voru með þeim, hafi verið í Mercedes sem eru mjög öruggir bílar. Auk Díönu létust ástmaður hennar, Dodi Fayed, og bílstjórinn Henri Paul. Lífvörður þeirra, Trevor Rees-Jones, lifði slysið af því hann sá í hvað stefndi og náði að spenna öryggisbeltið rétt áður en slysið varð.

Bæði Fayed og Paul létust á vettvangi en Díana var á lífi þegar björgunarlið kom á vettvang. Það gerði að verkum að alvarleiki meiðsla hennar var vanmetinn og björgunarmenn einbeittu sér að hinum. Síðar kom í ljós að hún var með mjög óvenjulega og alvarlega áverka djúpt inni í brjóstholinu sem urðu henni að bana þar sem þeir uppgötvuðust ekki tímanlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum