Andlát hennar var mörgum mikið áfall og fjöldi samsæriskenninga spratt upp eftir slysið. Shepherd kom fram í sænsk/norska spjallþættium Skavlan fyrir nokkrum árum þar sem hann ræddi um starf sitt, þar á meðal um andlát Díönu.
„Það voru svo margar samsæriskenningar eftir andlát hennar að við neyddumst til að fara í gegnum allt málið á nýjan leik.“
Sagði hann. Hann var kallaður til starfa eftir að fyrsta rannsóknin hafði farið fram og útför Díönu hafði verið gerð. Lík hennar var ekki grafið upp vegna nýrrar rannsóknar, ekki þótti þörf á því.
Meðal þess sem Shepherd komst að var að ein einföld aðgerð hefði getað komið í veg fyrir dauða hennar, að hún hefði spennt öryggisbeltið.
„Þú verður að nota öryggisbelti. Það gerði Díana ekki.“
Sagði hann í þættinum.
Hann benti á að Díana og þeir þrír, sem voru með þeim, hafi verið í Mercedes sem eru mjög öruggir bílar. Auk Díönu létust ástmaður hennar, Dodi Fayed, og bílstjórinn Henri Paul. Lífvörður þeirra, Trevor Rees-Jones, lifði slysið af því hann sá í hvað stefndi og náði að spenna öryggisbeltið rétt áður en slysið varð.
Bæði Fayed og Paul létust á vettvangi en Díana var á lífi þegar björgunarlið kom á vettvang. Það gerði að verkum að alvarleiki meiðsla hennar var vanmetinn og björgunarmenn einbeittu sér að hinum. Síðar kom í ljós að hún var með mjög óvenjulega og alvarlega áverka djúpt inni í brjóstholinu sem urðu henni að bana þar sem þeir uppgötvuðust ekki tímanlega.