Live Science segir að síðasta sumar hafi fornleifafræðingar rannsakað hauginn og fundið nokkur stór hnoð sem voru líklega notuð til að halda skipi saman. Einnig fannst timbur sem er líklega úr skipi.
Geir Grønnesby, fornleifafræðingur, sagði að þetta sé stærsti haugurinn í Þrændalögum og meðal þeirra stærstu í Noregi.
Haugurinn er um 60 metrar í þvermál og 7 metrar á hæð og þar gæti auðveldlega hafa verið hægt að koma skipi fyrir að mati fornleifafræðinga. Grønnesby sagði að flestir haugar sé mun minni eða 8 til 12 metrar í þvermál.
Aldursgreining á timbrinu leiddi í ljós að skipið var smíðað í kringum 700 en víkingaöldin hófst 793 og stóð til 1066.
Grønnesby sagði að það sé mjög athyglisvert hversu gamalt skipið sé. Elstu leifarnar af skipum, sem voru notuð við útfarir, séu frá lokum áttundu aldar. Þessi fundur komi að góðu gagni við að loka gatinu á milli hinnar skandinavísku hefðar að nota skip við útfarir og hinnar frægu Sutto Hoo á Englandi.