fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Er líf utan jarðarinnar? Hvað er satt og hvað er logið?

Pressan
Laugardaginn 13. janúar 2024 18:00

Þetta er sagt vera lík geimveru. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öðru hvoru koma upplýsingar upp á yfirborðið um leynilegar áætlanir Bandaríkjamanna varðandi óþekkta fljúgandi hluti en í hvert sinn eru þær slegnar út af borðinu og sagðar vera ímyndun ein. En spurningin er hvað er satt og hvað er logið í þessu?

Í júní skýrði vísinda- og varnarmálamiðillinn Debrief frá því að uppljóstrarinn David Grusch hefði stigið fram og komið með athyglisverðar upplýsingar um eitt og annað tengt áætlun varnarmálaráðuneytisins Pentagon um málefni er varða óþekkta fljúgandi hluti.

Grusch hafði þá um langa hríð verið einn af aðalmönnunum í þessu prógrammi en það er ekki það sem er athyglisverðast í þessu. Það athyglisverðasta er að samkvæmt því sem Grusch sagði þá er Pentagon með fjölda „nokkuð heillegra“ geimfara frá öðrum plánetum í sinni vörslu og að á þessum geimförum hafi fundist „lífræn efni“ úr verum sem eru ekki af tegund okkar mannanna.

Fréttin fór á mikið flug í Bandaríkjunum. Gat það virkilega verið rétt að Bandaríkin væru með sönnunargögn um tilvist geimvera og farartækja þeirra?

Nú eru um sex mánuðir síðan fréttin var sögð og hefur málið meira og minna lognast út af. Fyrstu mánuðina var málið „heitt“ og mikið fjallað um það og rætt. Málið tók margar óvæntar vendingar, þar á meðal um hver David Grusch er í raun og veru og af hverju hann ákvað að stíga fram og segja frá þessu?

Þegar hann kom fyrir þingnefnd í júní sagðist hann hafa ákveðið að skýra frá þessu því þessum upplýsingum hafi árum saman verið leynt fyrir þinginu.

En í kjölfar hafa margir sett spurningarmerki við Grusch og því sem hann sagði. Ekki síst hvernig þær komu fram í dagsljósið.

Area 51

Sögur um fljúgandi furðuhluti hafa alltaf verið vinsælar í Bandaríkjunum og raunar um allan heim. Gott dæmi um það er í eyðimörkinni í Nevada þar sem Area 51 er. Svæðið hefur verið mikil uppspretta samsæriskenninga áratugum saman, allt frá því að þar séu geimför til þess að þar séu lifandi geimverur.

En það hefur aldrei verið sannað að svæðið sé nýtt til annars en tilraunaflugs með leynilegar flugvélar og undir leyniaðgerðir leyniþjónustunnar CIA.

En það þýðir ekki að það komi ekki öðru hvoru fram nýjar upplýsingar um óþekkta fljúgandi hluti. Árið 2017 birti New York Times frétt um að Pentagon hafi árum saman starfrækt leyniáætlun sem gekk út á að rannsaka ógnir sem geta steðjað að jörðinni utan úr geimnum. Hafði áætlunin verið við lýði síðan 2007 og var henni stýrt frá skrifstofu á fimmtu hæð í hinni gríðarstóru byggingu Pentagon í Virginíu. Þar hafði Luis Elizondo, leyniþjónustumaður, í fimm ár reynt að komast að sannleikanum um óþekkta fljúgandi hluti.

Þetta verkefni var að hluta fjármagnað af geimáhugamanninum og milljónamæringnum Robert Bigelow sem hefur árum saman framleitt heimildarmyndir í samvinnu við Pentagon um flugvélar sem hafa komist í návígi við óþekkta fljúgandi hluti.

Fannst sér ógnað

Þegar Grusch bar vitni fyrir þingnefndinni sagði hann margoft að haft hefði verið í hótunum við hann af fólki innan stjórnkerfisins, það hafi viljað koma í veg fyrir að hann bæri vitni fyrir þingnefndinni og skýrði frá því sem hann veit. Hann vildi þó ekki segja hverjir það voru  sem höfðu í hótunum við hann og bar því við að um leynilegar upplýsingar væri að ræða.

Það sama sagði hann varðandi gögnin um meint geimför frá öðrum plánetum. Hann sagði að aðrir starfsmenn hersins hefðu bent honum á þessi gögn. „Mörg þeirra hafa sýnt mér sannfærandi sönnunargögn í formi ljósmynda, opinberra skjala og framburðar vitna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður