fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Mæðgur í Svíþjóð létust eftir lautarferð í sumar – Nú hefur dánarorsök verið gerð opinber

Pressan
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og eins árs kona og eins árs dóttir hennar létust í Svíþjóð í ágúst síðastliðnum eftir að hafa farið í lautarferð í nágrenni Sjöbo á Skáni, syðsta héraði Svíþjóðar.

Krufning á líkunum leiddi dánarorsök ekki í ljós og því var það talsverð ráðgáta hvað varð til þess að mæðgurnar, sem voru heilsuhraustar, létust.

Aftonbladet segir frá því að eiturefnaprófanir hafi nú leitt í ljós að mæðgurnar innbyrtu að líkindum eitraðan svepp í hinni örlagaríku lautarferð.

„Þetta er mjög sorglegt og við lítum á þetta sem slys,“ segir Andreas Hermann, sem fór fyrir rannsókninni hjá lögreglunni í Ystad.

Eiturefni sem tilheyrir flokki sem heitir amatoxín fannst í sýnum sem voru tekin en umrædd efni finnast í sveppum og geta valdið miklum skaða, til dæmis á lifrinni og á nýrum.

Hermann segir að í fyrstu hafi vaknað grunsemdir um að sveppir hefðu mögulega komið við sögu en engin eiturefni fundust þó þegar rannsókn málsins hófst. Ítarlegri prófanir leiddu svo í ljós að mæðgurnar létust vegna sveppaneyslu.

Ekki liggur fyrir hvaða sveppategund mæðgurnar innbyrtu og eru nokkrar eitraðar tegundir sagðar koma til greina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu