Í Ástralíu fannst nýlega stærsta karlköngulóin af tegundinni „funnel web“ sem nokkru sinni hefur fundist. Þetta er eitraðasta köngulóartegund heims og því ansi ógnvænleg í augum margra.
Köngulóin, sem hefur fengið nafnið Herkúles, er 7,9 cm mælt frá einum fæti til annars og hún er með höggtennur sem geta farið í gegnum neglur fólks. Venjuleg stærð köngulóa af þessari tegund er 5 cm.
Starfsfólk dýragarðsins Australna Reptile Park er í skýjunum yfir að hafa Herkúles í dýragarðinum. Þar mun hann verða og verður „mjólkaður“ til að hægt sé að búa til móteitur við biti tegundarinnar.
Emma Teni, starfsmaður köngulóardeildar dýragarðsins, sagði í samtali við ABC News að mikið eitur muni koma frá Herkúles og það geti orðið ótrúlega mikilvægt fyrir móteitursáætlun dýragarðsins.
Köngulær af þessari tegund halda sig aðallega í skóglendi og görðum húsa í jaðri Sydney sem er fjölmennasta borg Ástralíu.