Það er bandaríska einkafyrirtækið Astrobotic sem stendur að baki verkefninu en bandaríska geimferðastofnunin NASA greiðir fyrirtækinu 108 milljónir dollara fyrir að flytja fimm vísindaleg mælitæki til tunglsins. Þetta er mun ódýrara fyrir NASA en að standa fyrir eigin geimskoti.
En það er fleira en vísindatæki um borð því einnig er DNA úr þremur leikurum úr Star Trek með í för auk DNA úr frægum bandarískum forsetum, þar á meðal John F. Kennedy.
Sky News segir að John Thornton, forstjóri Astrobotic hafi sagt að hann hafi beðið eftir þessu augnabliki í 16 ár þegar geimfarið tókst á loft.
Aukinn áhugi hefur verið á tunglinu að undanförnu eftir að í ljós kom að vatn er að finna þar. Það getur verið uppspretta drykkjarvatns fyrir geimfara og einnig verður hægt að nota það til að framleiða súrefni og eldsneyti. Þetta gæti sparað mikið í geimferðum framtíðarinnar því þá þarf ekki að flytja þetta með frá jörðinni. Er vonast til að tunglið geti orðið stökkpallur fyrir geimferðir til Mars og jafnvel enn fjarlægari staða.