fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

COVID kom upp um meintan nauðgara

Pressan
Mánudaginn 8. janúar 2024 06:30

Nicholas Rossi. Skjáskot/NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Nicholas Rossi framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í Utah árið 2008. Hann hefur verið eftirlýstur árum saman og setti dauða sinn á svið og skipulagði minningarathöfn um sjálfan sig áður en hann flúði til Bretlands.

Sky News skýrir frá þessu og segir að yfirvöld hafi komist á snoðir um veru Rossi í Bretlandi þegar hann veiktist af COVID-19 og var lagður inn á sjúkrahús í Glasgow.

Hann var þó ekki á þeim buxunum að viðurkenna að hann væri Rossi og sagði að mistök hefðu verið gerð því hann héti Arthur King og væri munaðarleysingi frá Írlandi og hefði aldrei á ævinni komið til Bandaríkjanna.

Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði breytt nafni sínu fjórum sinnum á þremur árum og sagt margar sögur til að leynast fyrir yfirvöldum.

Hann veiktist af COVID-19 í desember 2021 og var lagður inn á sjúkrahús í Glasgow. Ári síðar úrskurðaði dómstóll í Edinborg að húðflúr á honum og fingraför svöruðu til þess að hann væri Rossi en hann var eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol.

Í kjölfarið hófst málarekstur  sem dróst mjög á langinn og var það því ekki fyrr en í síðustu viku sem hann var framseldur til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum