fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Áður óþekkt mótefni geta ráðist á fjölda flensuveira

Pressan
Laugardaginn 6. janúar 2024 16:30

Hann er greinilega sárþjáður af flensu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýuppgötvað mótefni í mannablóði getur gert ólíkar flensuveirur óvirkar og gæti verið lykillinn að þróun bóluefnis gegn flensu af hinum ýmsu stofnum.

Í fréttatilkynningu, sem vísindamennirnir sem gerðu þessa uppgötvun, sendu frá sér segir að þær flensuveirur sem herja á okkur stökkbreytist í sífellu og því sé þörf á nýjum bóluefnum gegn þeim árlega en rannsókn þeirra bendi til að hugsanlega sé þröskuldurinn, fyrir þróun nýs bóluefnis sem virkar breitt gegn flensuveirum, ekki svo hár.

Fjórar tegundir flensuveira eru til, A, B, C og D. A og B valda flensufaröldrunum sem skella á okkur árlega.

Í nýju rannsókninni, sem var birt nýlega í vísindaritinu PLOS Biology, kemur fram að áður óþekkt mótefni hafi uppgötvast í mannablóði og að það geti ráðist á fjölda afbrigða A-stofns flensuveirunnar.

Rannsóknin var gerð í rannsóknarstofu og því vita vísindamennirnir ekki með fullri vissu hvernig þetta mótefni kemur við sögu í viðbrögðum líkamans við bólusetningu gegn flensu. En samt sem áður er hugsanlegt að dag einn verði hægt að þróa bóluefni sem eru betri í að vernda fólk gegn hinum ýmsu afbrigðum flensu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður