Fyrirsætan unga var af rússnesku og kasöksku bergi brotin og spáð bjartri framtíð í fyrirsætuheiminum þegar hún svipti sig lífi, tvítug að aldri. Hafði hún meðal annars starfað fyrir DKNY og Ninu Ricci.
Hún svipti sig lífi með því að kasta sér út um glugga á íbúð sinni á Wall Street í New York árið 2008.
Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að upplýsingar um ferðalag Ruslönu komi fram í skjölum sem gerð voru opinber í gærkvöldi.
Ekki liggur fyrir hvað átti sér stað á eyjunni en eins og komið hefur fram misnotaði Epstein fjölda stúlkna á eyjunni. Flaug Ruslana með Epstein í einkaþotu hans, sem fengið hefur viðurnefnið Lolita Express, ásamt ónefndum karlkyns vinum auðkýfingsins.
Korshunova sló í gegn á tískuvikunni í New York árið 2005 og virðist hafa komist í kynni við Epstein og samstarfsmenn hans fljótlega eftir það.