fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Tveimur börnum þýsks milljónamærings rænt á gamlárskvöld

Pressan
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 09:45

Christina Block er hér á mynd með þýska sjónvarps- og íþróttafréttamanninum Gerhard Delling.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímuklæddir menn réðust að tveggja barna föður í bænum Gråsten í Danmörku skömmu eftir miðnætti á gamlárskvöld og neyddu börnin, Klöru 13 ára og Theodor 10 ára, inn í tvær bifreiðar.

Faðir barnanna heitir Stephan Hensel en móðir þeirra er Christina Block. Christina er þekktur þýskur veitingahúsaerfingi og hlaupa auðæfi fjölskyldu hennar á tugi milljarða króna.

Gråsten er rúmlega fjögur þúsund manna bær á Jótlandi, skammt frá landamærum Þýskalands. Voru börnin að horfa á flugeldana fyrir utan veitingastað á gamlárskvöld þegar menn á tveimur bílum, Mercedes Benz og Citroën, komu aðvífandi og slógu Stephan í götuna og neyddu börnin inn í bílana.

Bílarnir voru á þýskum númerum en ekki liggur fyrir hvort bílunum hafi verið ekið yfir landamærin í kjölfarið. Ekkert hefur spurst til barnanna síðan á gamlárskvöld og rannsaka bæði dönsk og þýsk löggæsluyfirvöld málið.

Í frétt People kemur fram að Stephan og Christian hafi skilið árið 2018 og átt í forræðisdeilu um börnin síðan þá. Skoðar lögregla hvort ránið á gamlárskvöld tengist umræddri forræðisdeilu.

Christina, sem er 49 ára, er dóttir veitingahúsaeigandans Eugen Block sem stofnaði steikhúsakeðjuna Block House í Hamburg árið 1968. Eru auðæfi fjölskyldunnar metin á 45 milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður