Konan lenti í bílslysi árið 2017 og var í dái allt þar til í ágúst 2022 þegar hún byrjaði skyndilega að hlæja þar sem hún lá á sjúkrahúsi.
Hún hefur staðið í ströngu síðan við að ná aftur fullri stjórn á tali og hreyfingu.
Læknir hennar segir ákaflega sjaldgæft að fólk vakni úr dái eftir svona langan tíma.
„Ekki bara að vakna, heldur einnig að taka framförum. Það eru kannski 1-2% af sjúklingum sem vakna og taka framförum eftir að hafa legið svona lengi í dái,“ sagði læknirinn í samtali við People.
Þrátt fyrir að konan hafi tekið nokkrum framförum er enn langt í land. Hún getur myndað stuttar setningar, kinkað kolli og hrist höfuðið. Hún getur einnig setið næstum því upprétt í sjúkrarúmi.