fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Amanda kom heim og sá að búið var að stela allri innkeyrslunni hennar

Pressan
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 09:00

Innkeyrsla Amanda var bara tekin að henni forspurðri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember fékk Amanda Brochu, sem býr í útjaðri Orlando í Flórída, skilaboð í Ring appið sitt um að hreyfing væri utan við hús hennar. Þegar hún kveikti á beinni útsendingu frá myndavél við húsið sá hún að jarðýta var að tæta upp steypta innkeyrslu hennar.

Þegar hún kom heim var innkeyrslan horfin og aðeins moldarflag eftir. „Ég kom heim og innkeyrslan mín var horfin,“ sagði hún í samtali við WSVN.

Þetta gerðist skömmu eftir að hún setti húsið sitt á sölu og kauptilboð hennar í annað hús hafði verið samþykkt.

Talið er að Amanda hafi orðið fórnarlamb svikastarfsemi en það undarlega við málið er að enginn veit í raun út á hvað svikin ganga.

Það sem vitað er að verktakar birtust við heimili hennar viku áður en innkeyrslan hvarf. Þeir mældu innkeyrsluna. Amanda ræddi við einn þeirra sem sagði að maður að nafni Andre hefði fengið þá til að skoða hvað það myndi kosta að skipta um innkeyrsluna.

Hún sagði að hann hafi sagt að hann hafi beðið Andre um að hitta sig en Andre hafi svarað því til að hann væri ekki í bænum. Andre hafi síðan slitið samskiptunum þegar verktakinn bað hann um að sanna að hann eigi húsið.

Amanda tilkynnti þetta til lögreglunnar sem ræddi við verktakana.

„Eftir að lögreglan ræddi við þá, hringdu þeir aftur í mig og sögðu að þetta hafi verið mistök, þeir hafi fengið vitlaust heimilisfang og að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Amanda.

En viku síðar var búið að fjarlægja innkeyrsluna hennar. Henni var sagt að það muni kosta 10.000 dollara að endurgera hana en slíka upphæð á hún ekki til. Sagðist hún hafa óttast að hún myndi neyðast til að selja húsið sitt og missa húsið sem hún ætlaði að kaupa.

Hún setti því söfnun af stað á GoFundMe. Þegar staðarmiðlar fjölluðu síðan um mál hennar hafði kaupsýslumaður einn samband við hana og bauðst til að greiða kostnaðinn við nýja innkeyrslu. Það þáði hún og ákvað að allt það sem safnaðist í gegnum GoFundMe myndi renna til góðgerðafélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður