Starfið snýst um bjórsmökkun hjá brugghúsi á Norður-Írlandi. Í boði var auðvitað ókeypis bjór, nasl og leigubíll heim að vinnu lokinni. Auglýsingin vakti athygli víða um heim og eins og fyrr segir sóttu margir um.
En eftir því sem James Huey, forstjóri Walled City Brewery í Derry, sagði í samtali við Sky News þá eru það aðeins örfáir sem hafa þann erfðafræðilega eiginleika sem til þarf til að geta sinnt þessu starfi.
Hann sagði að þetta snúist allt um erfðir og aðeins 1 af hverjum 100 eða 200 sé með þau gen að geta starfað sem „ofur-smakkari“.
„Það sem þú veist líklega ekki, er að þú ert ofur-smakkari. Þig gæti grunað þetta í tengslum við að þegar þú ert úti að borða með vinum og þú finnur ákveðið bragð og segir fólki frá því en það segist ekki vita hvað þú ert að tala um,“ sagði hann.
Josh Kyle, yfirbruggari brugghússins, sagðist ekki geta trúað því „hversu langt fólk er reiðubúið til að ferðast fyrir ókeypis bjór“.
Hann nefndi að umsóknir hafi meðal annars borist frá Philadelphia í Bandaríkjunum og San Palo í Brasilíu.