fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

2.500 sóttu um „besta starf í heimi“

Pressan
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 04:36

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar „besta starf í heimi“ var auglýst laust til umsóknar óraði vinnuveitandanum ekki fyrir að hann myndi fá 2.500 umsóknir um starfið. Þegar upp var staðið voru 12 ráðnir en 2.488 sitja eftir með sárt ennið og verða að borga fyrir bjórinn sinn áfram.

Starfið snýst um bjórsmökkun hjá brugghúsi á Norður-Írlandi. Í boði var auðvitað ókeypis bjór, nasl og leigubíll heim að vinnu lokinni. Auglýsingin vakti athygli víða um heim og eins og fyrr segir sóttu margir um.

En eftir því sem James Huey, forstjóri Walled City Brewery í Derry, sagði í samtali við Sky News þá eru það aðeins örfáir sem hafa þann erfðafræðilega eiginleika sem til þarf til að geta sinnt þessu starfi.

Hann sagði að þetta snúist allt um erfðir og aðeins 1 af hverjum 100 eða 200 sé með þau gen að geta starfað sem „ofur-smakkari“.

„Það sem þú veist líklega ekki, er að þú ert ofur-smakkari. Þig gæti grunað þetta í tengslum við að þegar þú ert úti að borða með vinum og þú finnur ákveðið bragð og segir fólki frá því en það segist ekki vita hvað þú ert að tala um,“ sagði hann.

Josh Kyle, yfirbruggari brugghússins, sagðist ekki geta trúað því „hversu langt fólk er reiðubúið til að ferðast fyrir ókeypis bjór“.

Hann nefndi að umsóknir hafi meðal annars borist frá Philadelphia í Bandaríkjunum og San Palo í Brasilíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi