Þetta gerðist um klukkan 09 í gær í Petropavlovka sem er um 150 km austan við úkraínsku landamærin.
Engin lést í sprengjuregninu en sex hús skemmdust og segja hermálayfirvöld að rannsókn sé hafin á þessum atburði og rannsóknarnefnd leggi mat á skemmdirnar og veiti húseigendum aðstoð við að gera við hús sín.
Alexander Gusev, héraðsstjóri, sagði að margir bæjarbúar hafi þurft að yfirgefa hús sín vegna málsins og sé búið að finna þeim samastað.
Rússar gerðu harðar loftárásir á Úkraínu í gær og létust að minnsta kosti 4 í þeim og tæplega 100 særðust.
Árásirnar áttu sér stað tæpum sólarhring eftir að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sagði að árásir á Úkraínu yrðu hertar í kjölfar árásar Úkraínumanna á Belgorod nýlega.