fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Rússar vörpuðu sprengjum á rússneskan bæ

Pressan
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 06:30

Rússneskar Mig-29 orustuþotur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn vörpuðu sprengjum á rússneskan bæ. Í yfirlýsingu frá hernum kemur fram að mistök hafi verið gerð þegar flugvélar skutu sprengjum.

Þetta gerðist um klukkan 09 í gær í Petropavlovka sem er um 150 km austan við úkraínsku landamærin.

Engin lést í sprengjuregninu en sex hús skemmdust og segja hermálayfirvöld að rannsókn sé hafin á þessum atburði og rannsóknarnefnd leggi mat á skemmdirnar og veiti húseigendum aðstoð við að gera við hús sín.

Alexander Gusev, héraðsstjóri, sagði að margir bæjarbúar hafi þurft að yfirgefa hús sín vegna málsins og sé búið að finna þeim samastað.

Rússar gerðu harðar loftárásir á Úkraínu í gær og létust að minnsta kosti 4 í þeim og tæplega 100 særðust.

Árásirnar áttu sér stað tæpum sólarhring eftir að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sagði að árásir á Úkraínu yrðu hertar í kjölfar árásar Úkraínumanna á Belgorod nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad