fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Forræðisdeila endaði með ólýsanlegum harmleik

Pressan
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 09:30

Kimberlee berst gegn því að verða framseld til Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem grunuð er um að hafa myrt tvö börn sín þann 19. desember síðastliðinn berst nú gegn því að verða framseld frá Bretlandi til Bandaríkjanna.

Konan, Kimberlee Singler, hringdi í lögreglu þann 19. desember síðastliðinn og tilkynnti að þjófar hefðu brotist inn á heimili hennar í Colorado í Bandaríkjunum.

Lögreglumenn sem komu á vettvang fundu sjö ára son hennar, Aden Wentz, og níu ára dóttur hennar, Ellie Wentz, látin í húsinu. Kimberlee og ellefu ára dóttir hennar voru flutt á sjúkrahús með áverka en ekki liggur fyrir hverjir þeir voru, samkvæmt frétt Colorado Springs Gazette.

Lögreglu grunaði fljótlega að lýsing Kimberlee á því sem átti að hafa gerst kom ekki heim og saman við aðstæður á vettvangi. Virtist allt benda til þess að Kimberlee hefði sjálf orðið börnum sínum að bana áður en hún veitti sjálfri sér og elstu dóttur sinni áverka.

Þegar lögregla reyndi að hafa upp á Kimberlee var búið að útskrifa hana af sjúkrahúsi og hún búin að koma sér með flugi til Lundúna. Hún var svo handtekin af bresku lögreglunni á hóteli á Kensington-svæðinu síðastliðinn laugardag og færð í varðhald.

Við rannsókn málsins kom í ljós að Kimberlee hafði átt í harðri forræðisdeilu við barnsföður sinn, Kevin Wentz, og átti hún að láta börnin af hendi til hans þann 16. desember. Hún fékk svo veður af því þann 19. desember – sama dag og hið meinta innbrot var framið – að lögregla hefði fengið það verkefni að hafa upp á börnunum.

Bandarísk löggæsluyfirvöld hafa farið fram á hún verði framseld til Bandaríkjanna en Kimberlee berst nú gegn því fyrir breskum dómstólum. Málið verður næst tekið fyrir þann 29. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi