Í yfirlýsingu sem foreldrar hennar sendu frá sér á Facebooksíðunni „The Official Find Madeleine Campaign“ á sunnudaginn segja þau að „hafi engar merkilegar fréttir til að deila“ en hétu því um leið að halda leitinni áfram.
Segjast þau hafa fulla trú á að það muni að lokum skila árangri að halda leitinni áfram af staðfestu og þakka fólki fyrir þann stuðning sem það hefur sýnt þeim í gegnum árin.
„Þrátt fyrir persónulegar aðstæður okkar sjálfra, þá er óhjákvæmilegt að verða ekki fyrir áhrifum af þeim hræðilegum atburðum sem eiga sér stað um allan heim þetta árið, svo mörg stríð, óendanlegar þjáningar, börnum er rænt, drepin og gerð munaðarlaus. Vonum að 2024 færi okkur meiri ást fyrir mannkynið, von og frið fyrir okkur öll,“ segja þau einnig í yfirlýsingunni.