fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Eitt undarlegasta banaslysið á síðasta ári – Varð fyrir fljúgandi kú

Pressan
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 18:30

Kýr fljúga nú ekki oft.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt undarlegasta banaslysið sem átti sér stað á síðasta ári verður að teljast hafa verið þegar Shivdayal Sharma, 82 ára, lést í bænum Alwar í Rajasthan. Sharma, sem var ellilífeyrisþegi, stóð nærri lestarteinum og var að pissa þegar hann varð fyrir fljúgandi kú. Hann lést samstundis.

Nokkrum sekúndum áður en þetta hörmulega slys átti sér stað ók hraðlest á kúna og kastaðist hún 30 metra upp í loftið við áreksturinn. Svo hröð var atburðarrásin að Sharma sá kúna aldrei. Straits Times er meðal þeirra indversku miðla sem skýrðu frá þessu.

Annar maður, sem stóð nærri Sharma og var einnig að kasta af sér vatni, var ljónheppinn að sleppa ómeiddur því kýrin fljúgandi fór naumlega framhjá honum.

Sem betur fer er það mjög sjaldgæft að fólk verði fyrir fljúgandi kúm en líkurnar á að slíkt gerist eru þó til staðar og eru meiri á Indlandi en víðast hvar annars staðar.

Samkvæmt frétt Straits Times þá verða kýr oft fyrir járnbrautarlestum á Indlandi. 2022 urðu um 13.000 kýr fyrir lest þar í landi og var það 24% aukning frá 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi