Nokkrum sekúndum áður en þetta hörmulega slys átti sér stað ók hraðlest á kúna og kastaðist hún 30 metra upp í loftið við áreksturinn. Svo hröð var atburðarrásin að Sharma sá kúna aldrei. Straits Times er meðal þeirra indversku miðla sem skýrðu frá þessu.
Annar maður, sem stóð nærri Sharma og var einnig að kasta af sér vatni, var ljónheppinn að sleppa ómeiddur því kýrin fljúgandi fór naumlega framhjá honum.
Sem betur fer er það mjög sjaldgæft að fólk verði fyrir fljúgandi kúm en líkurnar á að slíkt gerist eru þó til staðar og eru meiri á Indlandi en víðast hvar annars staðar.
Samkvæmt frétt Straits Times þá verða kýr oft fyrir járnbrautarlestum á Indlandi. 2022 urðu um 13.000 kýr fyrir lest þar í landi og var það 24% aukning frá 2019.