fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Drápið á Arouri gæti haft víðtækar afleiðingar í för með sér

Pressan
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 11:15

Byggingin sem Arouri var í var rústir einar eftir árásina. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drápið á Saleh al-Arouri, einum helsta leiðtoga Hamas-samtakanna, gæti haft víðtækar afleiðingar í för með sér.

Arouri var staddur í byggingu í úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanon, í gær þegar drónaárás var gerð með þeim afleiðingum að hann og nokkrir aðrir létust.

Auk Arouri létust Samir Findi Abu Amer og Azzam Al-Aqraa Abu Ammar, sem voru hátt settir í hinum herskáa armi samtakanna.

Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um árásina en flest bendir til þess að þeir beri ábyrgð. CNN hefur til dæmis eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni að Ísraelsmenn hafi skipulagt og framkvæmt árásina og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi ekki vitað að hún væri yfirvofandi.

Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hótað öllu illu eftir árásina og sagt að árásin á Arouri sé árás á Líbanon. Hafa samtökin heitið hefndum. Á sama tíma hafa Ísraelsmenn lýst því yfir að árásin, hver sem hana framdi, hafi beinst að forystu Hamas en ekki að Líbanon.

Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, segir að samtökin syrgi Arouri. Segir hann að um hafi verið að ræða „heigulslegt“ hryðjuverk sem Ísraelsstjórn ber ábyrgð á.

Arouri er talinn hafa haft nokkuð stórt hlutverk í viðræðum Hamas og Ísraels um lausn þeirra gísla sem teknir voru höndum þegar Hamas-samtökin réðust inn í Ísrael í byrjun október. Er talið að drápið muni flækja mjög frekari viðræður um lausn gíslanna.

Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við drápinu á Arouri og hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti kallað eftir því að Ísraelsmenn passi sig á hugsanlegri stigmögnun stríðsins, sérstaklega þegar kemur að Líbanon.

Þá lýsti Macron yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála á Gaza þar sem yfir 22 þúsund manns hafa látist síðan Ísraelsmenn hófu árásir sínar í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu