fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ólympíustjarna talin hafa látist í sorglegu slysi – Eiginmaðurinn handtekinn

Pressan
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 12:30

Melissa og Rohan gengu í það heilaga árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska hjólreiðastjarnan Melissa Hoskins, sem keppti tvisvar á Ólympíuleikum fyrir hönd Ástralíu, lést að kvöldi 30. desember eftir að hafa orðið fyrir bíl við heimili sitt.

Melissa var 32 ára en hún tilkynnti árið 2017 að hún væri hætt að keppa í hjólreiðum eftir farsælan feril þar sem hún varð meðal annars heimsmeistari.

Ástralskir fjölmiðlar greina frá því að eiginmaður Hoskins, hjólreiðamaðurinn Rohan Dennis, hafi verið handtekinn eftir dauða Melissu um helgina. Virðist sem hann hafi ekið bifreið sinni yfir Melissu fyrir utan heimili þeirra á laugardag.

Óvíst er hvernig slysið bar nákvæmlega að en í frétt News.com.au kemur fram að Melissa hafi að líkindum reynt að opna dyrnar farþegamegin meðan bíllinn var á ferð. Er talið að hún hafi orðið undir bifreiðinni og jafnvel dregist með henni einhverja vegalengd.

Melissa var flutt á slysadeild alvarlega slösuð en lést nokkrum klukkustundum síðar.

Dennis var sleppt úr haldi gegn tryggingu eftir slysið en saman áttu þau tvö börn. Þau voru nýbúin að festa kaup á glæsilegu húsi í Medindie og fluttu inn í það viku fyrir jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu