fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ný vopnalög taka gildi í Kaliforníu

Pressan
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alríkisdómstóll kvað á laugardaginn upp þann úrskurð að ný lög, sem banna fólki að bera vopn á ýmsum opinberum stöðum í Kaliforníu, megi taka gildi í upphafi ársins.

Dómstólinn úrskurðaði að dómur annars dómstóls frá í desember skuli „frystur“ að sinni. Í þeirri dómsniðurstöðu var komist að þeirri niðurstöðu að lögin brjóti gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að bera vopn.

Gavin Newson, ríkisstjóri í Kaliforníu, skrifaði undir lögin í september. Samkvæmt þeim er bannað að bera skotvopn á 26 stöðum sem eru flokkaðir sem „viðkvæmir“. Þetta eru meðal annars sjúkrahús, leikvellir, íþróttaleikvangar og dýragarðar. Bannið nær einnig til þeirra sem hafa leyfi til að bera skotvopn hulin.

Í júní 2022 sló hæstiréttur Bandaríkjanna því föstu að breyting á vopnalöggjöfinni í New York ríki væri andstæð stjórnarskránni. Þessi dómur þýðir í raun að hæstiréttur segir að í öllum ríkjum Bandaríkjanna hefur fólk rétt til að bera vopn á almannafæri.

Kalifornía er meðal þeirra ríkja sem eru með ströngustu vopnalöggjöfina. Þrýsti- og hagsmunahópar hafa fært rök fyrir að nýju lögin brjóti gegn stjórnarskránni og hafa því höfðað mál til að fá lögin felld úr gildi.

Cormac Carney, dómari í Kaliforníu, tók undir með þessum þrýsti- og hagsmunahópum og „frysti“ gildistöku laganna þann 20. desember og átti sú „frysting“ að gilda þar til málaferlin væru afstaðin. Carney var skipaður í embætti af George W. Bush þegar hann gegni forsetaembættinu. En nú hefur þessi dómur verið „frystur“ að sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad