fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Morðmálið sem skekur Danmörku – „Þetta var hrein ást“

Pressan
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 11:29

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var hrein ást.“ Þetta sagði Jonas Preisler í samtali við Ekstra Bladet um morðmálið sem skekur Danmörku þessa dagana. Faðir hans, Ebbe Preisler, myrti Mariann eiginkonu sína og móður Jonas að kvöldi annars dags jóla með því að gefa henni of stóran skammt af metadon eða öðru álíka lyfi.

Mariann var 81 árs þegar hún lést á dvalarheimili aldraðra á Frederiksberg í Kaupmannahöfn. Jótlandspósturinn ræddi við þau hjón í haust um stöðu þeirra og ósk Ebbe um að Mariann fengi aðstoð við að deyja.

Jonas sagði í samtali við Ekstra Bladet að móðir hans hafi verið með Parkinsonssjúkdóminn og elliglöp. Hún var mjög heft líkamlega, notaðist við hjólastól og gat ekki einu sinni klórað sér á nefinu sagði Jonas.

Hann sagði að sjúkdómseinkennin hafi farið að gera vart við sig þegar hún var á miðjum sextugsaldri. „Fyrst var þetta smá vandi með annan fótlegginn. Eitthvað sem læknirinn segir að sé ekkert. En þetta var eitthvað. Dag einn var henni vísað til taugalæknis og hún var greind með Parkinsons sem versnaði síðan stig af stigi næstu þrjá áratugi,“ sagði hann og bætti við að síðustu árin hafi lífsgæði hennar ekki verið góð. Á góðum degi hafi hún getað sagt setningu með merkingu en annars hafi hún ruglað.

Eftir að Ebbe hafði gefið Mariann of stóran lyfjaskammt að kvöldi annars dags jóla á dvalarheimili á Frederiksberg fór hann heim , skrifaði kveðjubréf og kveðjutölvupósta og tók sama skammt.

Hann hafði ekki reiknað með að neinn myndi lesa skilaboðin fyrr en næsta morgun en dóttir hans las tölvupóstinn skömmu eftir að hann sendi hann og fór strax til móður sinnar á dvalarheimilinu. Starfsfólkið varð þess þá áskynja að eitthvað óeðlilegt væri í gangi og fann síðan kveðjubréf á náttborði hennar.

Í kjölfarið var sjúkrabíll sendur heim til Ebbe og var hann á lífi en meðvitundarlaus þegar að var komið. Hann var strax fluttur á sjúkrahús og tókst læknum að bjarga lífi hans.

Ebbe var úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardaginn vegna rannsóknar málsins.

Málið hefur vakið mikla athygli og umræðu í Danmörku og kveikt nýjar glóðir í umræðunni um hvort heimila eigi líknardráp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi