fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Fundu leifar risamörgæsa

Pressan
Laugardaginn 4. mars 2023 12:00

Teikning af risamörgæs. Mynd:Simone Giovanardi/Bruce Museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgæsir eru almennt séð lítil og friðsöm dýr sem lifa í sínum hópi og hafa einna helst áhyggjur af að verða sér úti um æti og að geta alið önn fyrir afkvæmum sínum. En það hafa ekki allar mörgæsir verið litlar og sætar þegar horft er til baka á sögu jarðarinnar.

Fyrir 50 milljónum ára gekk risamörgæsin Kumimanu fordycei um á jörðinni. Dýr af þessari tegund vógu um 154 kg og eru því stærstu mörgæsirnar sem sögur fara af.

Það voru vísindamenn sem komust að þessu við rannsóknir á steingervingum sem fundust nýlega á Nýja-Sjálandi. Live Science skýrir frá þessu.

Vísindamenn fundu steingervinga dýra af þessari tegund og átta tegunda til viðbótar í kletti á strönd á Nýja-Sjálandi.

Þeir mátu þyngd dýranna út frá beinum þeirra og báru þau saman við þær mörgæsategundir sem nú eru uppi.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Paleontology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds