fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Anna tannlæknir segir að þetta eigi fólk aldrei að gera þegar það er búið að tannbursta sig

Pressan
Föstudaginn 29. desember 2023 04:31

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem tannlæknirinn Anna segir þá á fólk aldrei að gera ákveðinn hlut eftir að það tannburstar sig. Þetta er eitthvað sem mjög margir gera en kannski þarf að hugsa þetta upp á nýtt.

Anna Peterson, er tannlæknir og virk á TikTok. Þar birti hún nýlega myndband þar sem hún segir að mjög algengt sé að fólk noti munnskol þegar það er búið að tannbursta. En samkvæmt því sem hún segir þá á ekki að gera það.

Daily Star segir að eftir því sem Anna segi í myndbandinu þá sé mikilvægt að sleppa því að nota munnskol að tannburstun lokinni því þessu fylgi „hætta á að holur myndist í tönnunum“. „Notkun munnskols eftir tannburstun mun valda því að holur myndast í tönnunum svo þú skalt hætta þessu,“ segir hún.

Hún segir síðan að mikið magn flúors sé í tannkremi en það skolist í burtu ef þú notar munnskol sem inniheldur frekar lítið magn af flúor.

„Það inniheldur miklu minna og það er ekki nóg til að vernda tennurnar gegn þeim sykri sem þú borðar og drekkur,“ segir hún.

Hún tekur síðan fram að hún sé alls ekki á móti munnskoli og ráðleggi sjúklingum sínum að nota það en ekki eftir tannburstun. Þess í stað ráðleggur hún fólki að nota það þegar það er búið að borða. Einnig sé mikilvægt að borða og drekka ekki í að minnsta kosti hálfa klukkustund eftir að munnskol er notað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi