fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Nær óþekkjanleg eftir 55 daga í haldi Hamas

Pressan
Föstudaginn 1. desember 2023 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mia Schem, 21 árs kona, var í hópi sex gísla sem vígamenn Hamas slepptu úr haldi síðdegis í gær.

Mia var numin á brott þegar hún sótti Supernova-tónlistarhátíðina þann 7. október síðastliðinn en alls voru 364 óbreyttir borgarar myrtir af meðlimum Hamas.

Miðað við myndir sem birtust af Miu í gær var dvölin í haldi Hamas enginn dans á rósum. Hún sást faðma móður sína og bróður sem hún hafði ekki séð í 55 daga.

Sem fyrr segir var sex gíslum sleppt í gær en auk Miu var hinni fertugu Amit Soussana einnig sleppt. Amit var numin á brott af heimili sínu í Kfar Aza þann 7. október.  Báðar voru þær fluttar á sjúkrahús eftir að starfsmenn Rauða krossins tóku á móti þeim.

 

Mynd/Getty
Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað