fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Björguðu 1.000 köttum frá slátrun – Ætluðu að selja þá sem svínakjöt

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 15:30

Kettir eru borðaðir sumsstaðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Jiangsu-héraðinu í Kína bjargaði nýlega 1.000 köttum frá slátrun. Kettirnir fundust í flutningabíl í borginni Zhangjiagagn í kjölfar þess að lögreglunni bárust margar ábendingar frá dýraverndunarsinnum sem höfðu séð fjölda lokaðra trékassa nærri kirkjugarði í borginni og hafi opnað þá.

The Paper segir að þegar kassarnir voru opnaðir hafi komið í ljós að lifandi kettir voru í þeim. Birti miðillinn ljósmyndum og myndböndum af aðgerð lögreglunnar.

Dýraverndunarsinnarnir hófu sína eigin rannsókn eftir að þeir uppgötvuðu trékassana. Þeir fylgdust með kirkjugarðinum og fóru í eftirlitsferðir um borgina. Eftir sex daga fóru málin að skýrast. Flutningabíll var ekið að kirkjugarðinum, stöðvaður og kassarnir settir inn í hann.

Dýraverndunarsinnarnir hringdu í lögregluna sem stöðvaði akstur bílsins og komst að því að hann var notaður til að safna kössum saman og flytja ketti til slátrunar.

The Paper segir að ætlunin hafi verið að selja kattakjötið sem svína- og lambakjöt.

Dýraverndunarsinnarnir segja að fyrir hver 450 grömm af kattakjöti fáist sem svarar til um 560 íslenskum krónum. Ef flutningabíllinn hefði komist með kettina í sláturhúsið hefðu sem svarar til 2,8 milljóna íslenskra króna fengist fyrir þá að sögn The Paper.

Kína er eitt fárra landa í heiminum sem er ekki með almenna löggjöf um dýravernd. Landið hefur að undanförnu fengið frekar neikvæða umfjöllum á alþjóðavettvangi vegna þess hvernig er staðið að meðhöndlun matvæla  í landinu sem og skorti á dýraverndunarlöggjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tommy sagðist vera hatrið holdi klætt – „Ég veit ekki hvað ást er“

Tommy sagðist vera hatrið holdi klætt – „Ég veit ekki hvað ást er“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur