fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

„Þetta var hryllingur“ – Birta myndband frá því að ungri konu var bjargað úr klóm raðmannræningja sem beitti hrottalegum pyntingum

Pressan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raðmannræningi er talinn hafa numið konu á brott, barið hana með hafnaboltakylfu, hellt yfir hana eldsneyti og hótað því að kveikja í henni. Þetta gerði hann á meðan hann hélt konunni fanginni dögum saman í frístandandi bílskúr í Ohio í Bandaríkjunum.

Það var þann 16. október sem lögreglan í Kenmore, Ohio, var með mikinn viðbúnað við bílskúr nokkurn. Lögreglumenn voru vígbúnir og öskruðu að William Mozingo að yfirgefa bílskúrinn með hendur á lofti.

William var síðan handtekinn og lögregla flýtti sér inn í skúrinn til að bjarga Chloe Jones, 23 ára að aldri, úr prísundinni. Chloe var í kjölfarið flut á bráðamóttöku þar sem hún dvaldi þungt haldin í þrjá daga á gjörgæslu en hún var með heilablæðingu, beinbrot í höfuðkúpu, handleggsbrotin og með brotna fingur. Móðir hennar hefur greint frá því að Chloe hafi verið pyntuð látlaust í fjóra daga.

Hrottalegar pyntingar

Chloe og William voru kunningjar. Kvöld eitt í október bauðst hann til að skutla henni heim, en í staðinn fór hann með hana í skúrinn þar sem hann svipti hana frelsi. Fjórum dögum síðar áttaði eigandi skúrsins sig á því að ekki væri allt með felldu og hringdi í lögreglu.

„Hún var fjötruð, löðrandi í bensíni og óttaðist að verða alelda. Chloe var barin frá höfði niður í tær með kylfu og hnefum. Henni var ógnað ítrekað með hníf og sagt að hún yrði skorin á háls. Hún var þvinguð til að pissa á sig þar sem henni var ekki hleypt á klósett. Hún var ítrekað tekin hálstaki og sagt að ef hún missti meðvitund yrði hún skorin á háls. Hann vildi halda henni vakandi og vildi að hún áttaði sig á öllu því sem hann gerði henni.“

Chloe sagði síðar við lögreglu að það eina sem hélt í henni lífinu var litli sonur hennar sem beið eftir mömmu sinni.

„Ég hugsaði um hann á hverjum degi. Ég sá andlit hans fyrir mér daglega.“

Þetta notaði William gegn henni. Hann hæddist að henni og sagði henni margsinnis að hún myndi aldrei sjá son sinn aftur.

„Þetta var hryllingur. Að óttast um líf sitt aftur og aftur. Ég get ekki einu sinni talið hversu oft hann hótaði að drepa mig.“

 

Óskiljanlegt að hann hafi gengið laus

Það kom svo á daginn að þetta var ekki í fyrsta sinn sem William svipti einhvern frelsinu. Hann á að baki langan sakaferil, þar með talið fangelsisdóm fyrir frelsissviptingu árið 2011, 2014 og 2019. Hann var á skilorði þegar hann braut gegn Chloe.

Árið 2019 nam hann fyrrverandi kærustu sína á brott. Hann barði hana og skildi hana svo eftir nakta, hjálpar- og meðvitundarlausa á heimili í Ohio. Fyrir þetta afplánaði hann 18 mánaða fangelsisdóm áður en honum var sleppt gegn skilorði.

„Það er ekki nokkur réttlæting á því að þessi maður hafi gengið laus,“ sagði móðir Chloe. „Hann hefur sýnt það aftur og aftur að hann MUN BRJÓTA AF SÉR AFTUR. Lögreglan VISSI að hann myndi finna sér nýtt fórnarlamb en gerðu ekkert til að koma í veg fyrir það.“

Fox fréttastofan greinir frá og birtir myndband úr búkmyndavélum lögreglu frá því að William var handtekinn og Chloe heimt úr helju.

Lesendur eru varaðir við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad