Ástæðan er að Katey leyfði Dan að stunda kynlíf með einni brúðarmeynni á sjálfri brúðkaupsnóttinni. Þetta er nú nótt sem flest hjón vilja hafa fyrir sig ein en óhætt er að segja að Katey og Dan hafi farið allt aðra leið.
Katey bauð einni brúðarmeynni með inn í svefnherbergið á brúðkaupsnóttina til að hún gæti stundað kynlíf með þeim hjónunum. Hún skýrði frá þessu í þættinum „Love Don´t Judge“.
„Við enduðum með að taka eina vinkonu mína með upp í svefnherbergið. Við fengum okkur nokkra drykki og síðan stunduðum við kynlíf með henni,“ sagði Katey.
Óhætt er að segja að Dan hafi fengið ansi sérstaka brúðargjöf frá eiginkonu sinni og hann rifjaði þetta upp skælbrosandi: „Að gera þetta á svona sérstökum degi, gerir þetta bara enn eftirminnilegra,“ sagði hann.
Eitt er að gera þetta og annað er að halda því leyndu. En það gerðu nýgiftu hjónin ekki því þau hafa sagt öllum sem heyra vilja frá þessu og jafnvel þeim sem ekki kæra sig um að heyra þetta.
Þetta féll ekki í góðan jarðveg hjá öllum því fjölskylda Katey sleit sambandinu við hana eftir að hún frétti af þessu.
„Ég held að fjölskylda mín hafi verið dómhörðust. Þau sætta sig ekki við það sem ég gerði og þau tala ekki lengur við mig út af þessu,“ sagði hún.
Nú er spurningin bara hvað þau gera þegar kemur að því að fagna eins árs brúðkaupsafmælinu!