fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Játaðist ástinni sinni og lést þremur dögum síðar í hörmulegu slysi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. október játuðust Nate og Mariana Kuhlman hvort öðru fyrir framan vini og vandamenn og sóru þess eið að verja ævinni saman í blíðu og stríðu. Eftir athöfnina héldu þau síðan til St Lucia til að njóta smá vetrarsólskins í brúðkaupsferð sinni. 

Þremur dögum seinna lést Nate í hörmulegu sjóskíðaslysi, samkvæmt GoFundMe síðu sem sett var upp í minningu hans. Ekki er greint frekar frá tildrögum slyssins. 

„Nate var yndislegur eiginmaður, vinur, sonur og bróðir í Kristi,“ segir á GoFundMe síðunni. 

„Hann kom vel fram við alla sem hann hitti og þeir sem voru svo heppnir að eiga samskipti við hann geta sagt frá því hversu skemmtileg, góð og ævintýraleg sál hann var. Nate lést með hörmulegum hætti þremur dögum eftir brúðkaup sitt. Orð fá ekki lýst sorginni sem fjölskylda hans býr nú við. Við biðjum vinsamlega um aðstoð við útfararkostnað og ferðalög fjölskyldunnar.“

Á annarri síðu á GoFundMe stendur að fjárframlög muni hjálpa til við útgjöld vegna flugmiða til St. Lúsíu og heim, neyðarvegabréf, flutninga, gistingu, máltíðir, útfararfyrirkomulag, þarfir Maríönu og allt annað sem kemur upp.

„Vinsamlegast biðjið líka fyrir fjölskyldunum, um styrk til þeirra og að nærvera Guðs fylli hjörtu þeirra.“ Heather Kuhlman móðir Nate segir að trúin hafi hjálpað henni að takast á við hörmulegan missi sonar síns.

Rúmlega 108.000 dalur söfnuðust á síðunum tveimur til að aðstoða fjölskyldu Nate með fjárhagsleg útgjöld við útför hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu