fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Þetta hefur ekki gerst í Japan í meira en tíu ár

Pressan
Föstudaginn 10. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að bjarndýr hafi ráðist á og drepið ungan háskólanema í Japan í byrjun þessa mánaðar en lík hans fannst skammt frá Daisengen-fjalli, skammt frá bænum Fukushima.

Þetta er langt því frá fyrsta dauðsfallið af völdum bjarndýrs í Japan á þessu ári en talið er að minnst fimm einstaklingar hafi látist í slíkum árásum á þessu ári.

Þetta teljast nokkur tíðindi enda teljast árásir bjarndýra á mannfólk tiltölulega sjaldgæfar í Japan. Áður en árið 2023 gekk í garð höfðu liðið meira en tíu ár frá árás sem endaði með dauða.

Maðurinn sem fannst í byrjun mánaðarins hét Kanato Yanaike en hann hafði farið í fjallgöngu nokkrum dögum áður en ekki skilað sér heim.

Lík hans var illa farið og má telja fullvíst að brúnbjörn hafi ráðist á hann en þeir halda til á þessum slóðum. Þann 31. október réðst bjarndýr á þessum slóðum á þrjá menn sem allir komust þó lífs af. Tveir slösuðust alvarlega og útiloka yfirvöld ekki að sama dýr hafi ráðist á mennina og réðst á Kanato.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi