fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Segir að konur eigi að fara aftur í hefðbundin kvennahlutverk – Eiga að giftast og eignast börn

Pressan
Föstudaginn 10. nóvember 2023 22:00

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við eigum að rækta nýja menningu varðandi hjónabandið og það að eignast börn.“ Þetta sagði Xi Jinping, forseti Kína, í ræðu á kínversku kvennaráðstefnunni nýlega.

The New York Times skýrir frá þessu og segir að forsetinn hafi sagt að það sé á ábyrgð kommúnistaflokksins að hafa áhrif á viðhorf ungra kvenna til „ástarinnar, hjónabandsins, frjósemi og fjölskyldu“. Markmið ungra kvenna eigi að vera að giftast og eignast börn.

Hann hvatti konur, sem eru í leiðtogastöðum, til að „segja góðar sögur um fjölskylduhefðir“ og til að „leiðbeina konum um að viðhalda hefðbundnum kínverskum gildum“.

Ástæðan fyrir orðum forsetans er sá lýðfræðilegi vandi sem steðjar að landinu. Fæðingartíðnin hefur lækkað mjög mikið og landsmönnum fer nú fækkandi. Kínverjar eru ekki lengur fjölmennasta þjóð heims, Indverjar hafa tekið við þeirri stöðu.

Ástæður þessa lýðfræðilega vanda má rekja til einsbarnsstefnu kommúnistaflokksins frá 1980 til 2015. Þess utan er dýrt að mennta sig í Kína og því velja margir að sleppa því að eignast börn eða draga það á langinn.

Reynt hefur verið að hvetja til barneigna með því að veita fólki skattaafslátt, lengja fæðingarorlof og greiða húsnæðisstyrki. Nýjasta skrefið er sem sagt að reyna að hafa áhrif á viðhorf kvenna til fjölskyldulífsins.

Margir hafa gagnrýnt orð forsetans og segja margir bandarískir háskólakennarar að þau séu merki um „afturför“ og geti verið merki um að kínverskar konur missi aftur sjálfræði sitt og verði ekkert annað en verkfæri kínverska ríkisins.

Fubing Su, prófessor í stjórnmálafræði við Vassar háskólann, sagðist óttast að kínversk stjórnvöld refsi konum sem vilja ekki eignast börn. „Ef kínverska ríkisstjórnin gat fórnað líkama og réttindum kvenna á meðan eittbarnsstefnan var við lýði, þá getur hún alveg eins tekið upp á því að þvinga þær aftur,“ sagði Fubing Su í samtali við The New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi