Nú er kannski hægt að bjóða nýja tegund velkomna í þennan hóp, hana. Eftir því sem kemur fram í umfjöllun New Scientist þá sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að hanar sýni merki um sjálfsmeðvitund.
Þegar hanar voru með annan hana innan sjónsviðsins göluðu þeir hátt til að vara við hættu. En ef þeir sáu hins vegar aðeins spegilmynd sína voru þeir miklu hljóðlátari, eins og þegar þeir eru aleinir og engin hætta steðjar að.
New Scientist segir að vísindamenn við Bonn háskólann í Þýskalandi segi að þetta sé hegðun sem bendi til að hanar séu með sjálfsvitund. Sonja Hillemacher, sem vann að rannsókninni, sagði að niðurstöður rannsóknarinnar veiti ástæðu til að íhuga hvort dýr séu með hærra stig sjálfsvitundar en talið hefur verið fram að þessu.
„Ef hanar geta greint á milli eigin spegilmyndar og annars hana, þá er líklegt að andleg geta þeirra sé meiri en áður hefur verið talið,“ segja vísindamennirnir í rannsókninni sem hefur verið birt í vísindaritinu Plos One.