fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Óvæntur hæfileiki hana

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 10. nóvember 2023 06:30

Hani á vappi. Hann tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar tegundir mannapa, fílar, höfrungar, mörgæsir og sumar fisktegundir eru meðal þeirra fáu dýra sem hafa staðist speglapróf um sjálfsmeðvitund, það er að segja að þau báru kennsl á sig sjálf í spegli.

Nú er kannski hægt að bjóða nýja tegund velkomna í þennan hóp, hana. Eftir því sem kemur fram í umfjöllun New Scientist þá sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að hanar sýni merki um sjálfsmeðvitund.

Þegar hanar voru með annan hana innan sjónsviðsins göluðu þeir hátt til að vara við hættu. En ef þeir sáu hins vegar aðeins spegilmynd sína voru þeir miklu hljóðlátari, eins og þegar þeir eru aleinir og engin hætta steðjar að.

New Scientist segir að vísindamenn við Bonn háskólann í Þýskalandi segi að þetta sé hegðun sem bendi til að hanar séu með sjálfsvitund. Sonja Hillemacher, sem vann að rannsókninni, sagði að niðurstöður rannsóknarinnar veiti ástæðu til að íhuga hvort dýr séu með hærra stig sjálfsvitundar en talið hefur verið fram að þessu.

„Ef hanar geta greint á milli eigin spegilmyndar og annars hana, þá er líklegt að andleg geta þeirra sé meiri en áður hefur verið talið,“ segja vísindamennirnir í rannsókninni sem hefur verið birt í vísindaritinu Plos One.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum