BFM TV skýrir frá þessu og segir að grípa þurfi til allra þessara aflýsinga vegna uppfærslu á flugstjórnarkerfinu. Það hefur í för með sér að færri flugvélar geta lent og tekið á loft frá París en venjulega.
Af þessum ástæðum er búið að biðja flugfélög um að skera fjölda flugferða niður um 20% en það eru heilar 16.500 flugferðir.
Air-France verður fyrir einna mestum áhrifum af þessu en flugfélagið þarf að aflýsa 4.000 flugferðum.
Flugstjórnarkerfið nær til Charles de Gaulle, Orly, Le Bourget og Beauvais flugvallanna. Síðar á árinu kemur röðin að flugvöllunum í Brest og Bordeaux.