The Guardian skýrir frá þessu og segir að áður fyrr hafi birnir aðeins ráðist á fólk sem hafði farið langt inn í skóga í leit að grænmeti og jurtum.
Nú neyðast birnirnir í vaxandi mæli til að leita inn á byggð svæði því þeir eiga erfitt með að finna uppáhaldsfæðu sína, þar á meðal akörn.
Meirihluti árásanna hafa átt sér stað á norðurhluta eyjunnar Honshu en það er stærsta eyjan í Japan. Bæði Tókýó og Kýótó eru þar.
Svartbirnir eru algengasta bjarndýrategundin í Japan en talið er að um 44.000 svartbirnir séu í landinu. Þetta er mjög há tala ef horft er til þess að 2012 var talið að um 15.000 svartbirnir væru í landinu.
Þessar árásir hafa vakið upp minningar um skelfilegt mál frá árinu 1915 en þá drap björn, sem var tæplega þrír metrar á hæð og vó 340 kg, sjö manns og særði þrjá á eyjunni Hokkaido.