fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Japanar standa frammi fyrir stóru vandamáli – 160 manns hafa orðið fyrir barðinu á bjarndýrum

Pressan
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 06:20

Svartbjörn. Mynd:US Fish and Wildlife Service

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar vara við vaxandi fjölda árása bjarndýra á fólk í Japan. Frá því í apríl hafa bjarndýr orðið tveimur mönnum að bana og sært 158.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að áður fyrr hafi birnir aðeins ráðist á fólk sem hafði farið langt inn í skóga í leit að grænmeti og jurtum.

Nú neyðast birnirnir í vaxandi mæli til að leita inn á byggð svæði því þeir eiga erfitt með að finna uppáhaldsfæðu sína, þar á meðal akörn.

Meirihluti árásanna hafa átt sér stað á norðurhluta eyjunnar Honshu en það er stærsta eyjan í Japan. Bæði Tókýó og Kýótó eru þar.

Svartbirnir eru algengasta bjarndýrategundin í Japan en talið er að um 44.000 svartbirnir séu í landinu. Þetta er mjög há tala ef horft er til þess að 2012 var talið að um 15.000 svartbirnir væru í landinu.

Þessar árásir hafa vakið upp minningar um skelfilegt mál frá árinu 1915 en þá drap björn, sem var tæplega þrír metrar á hæð og vó 340 kg, sjö manns og særði þrjá á eyjunni Hokkaido.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum